Reglur kórsins.

Lög Sönghópsins Norðurljós  

  1. 1.       grein

Kórinn heitir Sönghópurinn Norðurljós og er heimili og varnarþing hans í Reykjavík. Kórinn er áhugamannakór.
Nýjir félagar sem teknir eru í kórinn gangast undir raddpróf kórstjóra.Hámarksaldur nýrra kórfélaga er 65 ár ,en þó með undanþágu stjórnar og kórstjóra

  1. 2.       grein

Tilgangur og markmið kórsins eru að þjálfa félagsmenn í kórsöng, æfa saman a.m.k. einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina, efna til tónleika svo oft sem að aðstæður leyfa og stuðla að auknum kynnum kórfélaga með skemmtunum og öðrum uppákomum. Æfingadagar/æfingabúðir eru skipulagðar eins oft og þurfa þykir og aðstæður leyfa.

  1. 3.       grein

Stjórn kórsins skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Skal sérstaklega kjósa formann og síðan fjóra stjórnarmenn sem skipta með sér verkum í samráði við formann. Stjórn kórsins, undir forystu formanns, skipuleggur og stýrir starfi kórsins og fer með framkvæmda- og ákvörðunarvaldið. Stjórnin skipar þær nefndir sem þurfa þykir hverju sinni svo sem lagavalsnefnd, fjáröflunarnefnd, fatanefnd og fleiri nefndir sem og raddformenn. Stjórnin ræður kórstjórnanda og gerir við hann starfssamning og ákveður laun fyrir starfsárið. Stjórnin ræður undirleikara og aðra listamenn í samráði við kórstjórnanda og semur um launakjör. Stjórnin ræður einnig raddþjálfara í samráði við kórstjórnanda og semur um launakjör. Stjórnin tekur einnig ákvarðanir um æfingahúsnæði og endurgjald fyrir það, allt í samræmi við greiðslugetu kórsins hverju sinni. Fráfarandi stjórn skal ljúka verkefnum yfirstandandi árs þó að þau dragist eitthvað fram yfir aðalfund þar sem ný stjórn er kosin.

  1. 4.       grein

Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en 31. maí ár hvert og skal stjórn kórsins senda og/eða birta aðalfundarboð með minnst viku fyrirvara og telst þá fundurinn löglega boðaður. Þeir einir hafa atkvæðisrétt á aðalfundi sem eru í skilum með æfingagjöld. Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar og nefnda
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
  3. Lagabreytingar
  4. Kosning formanns
  5. Kostning annarra stjórnarmanna
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Ákvörðun æfingagjalds/ársgjalds fyrir næsta starfsár
  8. Önnur mál
  1. 5.       grein

Almennan kórfund skal halda ef stjórnin telur ástæðu til og einnig ef a.m.k. 1/5 kórfélaga óska þess með skriflegum hætti til stjórnar.

  1. 6.       grein

Reikningsárið er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

  1. 7.       grein

Æfingagjald/ársgjald er ákveðið á aðalfundi fyrir næsta starfsár. Árgjald fyrir starfsárið 2018-2019 verður 42.000 kr. og verður gjaldið innheimt  með 9 greiðslum, hver að fjárhæð 4.667 kr., mánuðina september 2015 – maí 2016. Gjaldkeri kórsins sér um innheimtu gjalda og geta kórfélagar hagað greiðslum sínum í samráði við hann, t.d. greitt með greiðslukortum og hægt verður að skipta greiðslum á 12 mánuði (3.500 kr.pr.mán ). Nýir kórfélagar fá fyrstu tvo mánuðina fría.

  1. 8.       grein

Lögum þessu má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn kórsins skriflega eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Lagabreytingar ná því aðeins fram að ganga ef a.m.k. 2/3 fundarmanna samþykkir þær.

  1. 9.       grein

Verði kórinn lagður niður skal stjórnin boða til slitafundar á sama hátt og til aðalfundar. Kórinn verður aðeins lagður niður ef að 2/3 fundarmanna samþykkja það og skal að minnsta kosti helmingur kórfélaga vera mættur á fundinn. Slitafundur ákveður hvernig eignum kórsins skuli ráðstafað og ræður meirihluti atkvæða.

  1. 10.   grein

Félögum ber að mæta stundvíslega á æfingar. Forföll skulu tilkynnt.

  1. 11.   grein

Lög þessi eru lögð fram á aðalfundi Sönghópsins Norðursljós þann 6. maí 2013 og ef að þau hljóta samþykki 2/3 fundarmanna þá öðlast þau þegar gildi.

Samþykkt 2 september 2013.